Á Sprengisandi
-Horse back riding
Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn
Rennur sól á bak við Arnarfell
Hér á reiki er margur óhreinn andinn
Úr því fer að skyggja á jökulsvell
Drottinn leiði drösulinn minn
Drjúgur verður síðasti áfanginn
Drottinn leiði drösulinn minn
Drjúgur verður síðasti áfanginn
Þey þey! þey þey! þaut í holti tófa
Þurran vill hún blóði væta góm
Eða líka einhver var að hóa
Undarlega digrum karlaróm
Útilegumenn í Ódáðahraun
Eru kannske að smala fé á laun
Útilegumenn í Ódáðahraun
Eru kannske að smala fé á laun
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn
Rökkrið er að síða á Herðubreið
Álfadrottning er að beisla gandinn
Ekki er gott að verða á hennar leið
Vænsta klárinn vildi ég gefa til
Að vera kominn ofan í Kiðagil
Vænsta klárinn vildi ég gefa til
Að vera kominn ofan í Kiðagil
Ride, ride, ride over the sand
The sun is setting behind Arnarfell.
Round here there are many dirty spirits
'Cause it's getting dark on the glacier
Lord, lead my horse,
The last part of the way will be hard
Lord, lead my horse,the last part of the way will be hard
Tssh, sssh! Tssh, sssh! On the hill a fox ran
Her dry mouth she wants to wet with blood
Or perhaps someone was calling
With a strangely dark male voice.
Outlawers in Ódáðahraun
Are maybe rounding up some sheep secretly
Outlawers in ÓdáðahraunAre maybe rounding up some sheep secretly
Ride, ride, ride over the sand
There's getting dark on Herðubreið
The elf queen is bridling her horse
There's not good to meet her
My best horse I would give
to reach Kiðagil
My best horse I would give
to reach Kiðagil
Maístjarnan
-The May Star
Lyrics by Halldór Laxness
Ó hve létt er þitt skóhljóð
Ó hve leingi ég beið þín
Það er vorhret á glugga
Napur vindur sem hvín
En ég veit eina stjörnu
Eina stjörnu sem skín
Og nú loks ertu komin
Þú ert komin til mín
Það eru erfiðir tímar
Það er atvinnuþref
Ég hef ekkert að bjóða
Ekki ögn sem ég gef
Nema von mína og líf mitt
Hvort ég vaki eða sef
Þetta eitt sem þú gafst mér
Það er alt sem ég hef
En í kvöld lýkur vetri
Sérhvers vinnandi manns
Og á morgun skín maísól
Það er maísólin hans
Það er maísólin okkar
Okkar einíngarbands
Fyrir þér ber ég fána
Þessa framtíðarlands
Oh how light are your footsteps
Oh how long I’ve been awaiting you
A spring snow is lashing at the window
A biting wind that whines
But I know of one star
One star that shines
And now finally you’ve arrived
You have come to me
These are difficult times
There's a labor dispute
I’ve got nothing to offer
Not a scrap that I can give
Just my hope and my life
Whether I’m awake or asleep
This one that you gave me
It's all that I have
But tonight the winter comes to an end
For every working man
And tomorrow the May sun will shine
It is his May sun
It is our May sun
It is our chain of solidarity
For you I bear the flag
For the future of our country
Sofðu únga ástin mín
-Our most common lullaby
Sofðu unga ástin mín
Úti regnið grætur
Mamma geymir gullin þín
Gamla leggi og völuskrín
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur
Það er margt sem myrkrið veit
Minn er hugur þungur
Oft ég svarta sandinn leit
Svíða grænan engireit
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur
Sofðu lengi, sofðu rótt
Seint mun best að vakna
Mæðan kenna mun þér fljótt
Meðan hallar degi skjótt
Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna
Sleep, my young love
Outside the rain is weeping
Mummy is watching over your treasure
An old bone and a round box
We should not stay awake through dim nights
There is much that darkness knows
My mind is heavy
Often I saw black sand
Burning the green meadow
In the glacier cracks are rumbling deep as death
Sleep for a long time, sleep quietly
It is best to wake up late
Sorrow will teach you soon
While the day is quickly decaying
That men love, lose, cry and mourn